Nýlega voru sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á námskeiði sem haldið var á Akranesi fyrir tvo hópa. Námskeiðið sóttu 46 starfandi sjúkraflutningamenn frá öllum átta starfsstöðvum HVE, þ.e. frá Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Búðardal, Hólmavík og Hvammstanga. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Sigurjón Valmundsson, hjúkrunarfræðingur, bráðatæknir og slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Áhersla og metnaður er hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands að viðhalda og auka þekkingu sjúkraflutningamanna í bráðalæknisfræðum og gera þá enn hæfari til þess að sinna sjúkum og slösuðum einstaklingum. Slík námskeið eru haldin árlega fyrir sjúkraflutningamenn stofnunarinnar.